Ég lenti í því um daginn að það flæddi vatn inn í herbergið sem ég er að græja upp sem heimastúdíó, ég var alveg ótrúlega heppinn því það slapp allt sem skipti máli en ég vildi nefna það að það ættu allir að láta sem minnst af hljóðfærum og tilheyrandi stöffi liggja á gólfinu í æfingarplássunum/heimastúdíóunum ykkar út af vatnslekahættu, setjið eitthvað undir magnara sem standa á gólfi og setjið pedala og þessháttar upp í hillur eða álíka þegar þið eruð ekki á staðnum, ég hef heyrt allt of margar hryllingssögur af vatnslekum í æfingarplássum, heitt vatn getur breytt 300.000 krónu Les Paul í drullu á nótæm.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.