Dean gítarar hafa í einhver ár haldið keppnina Get your wings shredder search, í minningu af Dimebag Darrell, gítarleikara Pantera, sem varla þarf að kynna. Keppnin felst í því að senda inn 60 sekúnda myndband af sér að spila og síðan er hægt að kjósa þann sem manni líkar best við.

Thiago Trinsi, brasilíumaður og gítarleikari sem er búsettur á Ólafsfirði hér á landi, og kennir við tónlistarskólann þar, og einnig á Dalvík og Akureyri, keppir í þessarri keppni, og þar sem ég veit ekki um neina íslendinga að keppa þá má segja að hann sé að keppa fyrir hönd íslands.

Það var heilsíðu viðtal við hann í Morgunblaðinu um daginn (22.ágúst) þar sem fjallað var um hann sjálfan og þátttöku hans í keppninni. Þar kom fram að það væri ekki langt síðan hann skráði sig í keppnina en var þegar kominn í 19.sæti af rúmlega 550 keppendum. Þessi grein hefur greinilega vakið athygli fólks á honum því nú er hann í 8.sæti.

Gaman væri að hugarar færu á síðuna og mundu kjósa karlinn því það væri gaman ef einhver frá Íslandi myndi vinna, jafnvel þótt hann sé bara búsettur hérna.

Verðlaunin í keppninni eru að andvirði meira en 13.000 dollara, meðal annars Dean Razorback, magnarastæða, ýmis hljóðvinnsluforrit, þátttaka á 2009 D.O.A. Party tónlistarhátíðinni og margt annað.
Úrslit verða tilkynnt 15.nóvember næstkomandi.

Hér er linkur inná profileið hjá karlinum, endilega farið og kjósið hann.

http://deanguitars.com/shredder/viewProfile.php?id=1431