Jæja komin tími á að láta þessa eðalgræju þar sem ég fékk annan magnara sem ég félll fyrir. Þetta er sem sagt Point to Point víraður handsmíðaður magnar frá Jim Frenzel í USA, bara fyrir þá sem ekki vita þá þýðir point to point að engar prentplötur eru notaðar bara tengt með vírum á milli.

Hann er 5-10W eftir því hvaða lampar eru notaðir í hann, sem sagt hægt að prófa mismundandi lampa í formögnun, kraftmögnun og Rectifier dæmið. Með þessum haus er ég að selja Marshall 1912 box með 1x12" Alnico Blue Keilu.

Set 70.000 á hausinn og boxið, er pínu óheppin núna af því að Jim er með þennan haus á sérstöku tilboði (kassinn utan um hausinn fylgir með núna, kostar annars um $85) en sýnist að hann myndi lenda hérna með öllu á rúman 65þús kall. Alnico Blue keilan er c.a 30.000 hingað komin með öllu.

Sjá nánari upplýsingar hér http://ibaral.com/cm/?Lampamagnari

Er einnig að selja Pod XT Live, Cort Hiram Bullock signeture gítar og Hembry SRV Tribute gítar, sjá einnig á hlekknum hér fyrir ofan nánar um þessar græjur.

Senda bara mail á baral@mmedia.is eða skilaboð hér á huga. Skoða öll skipti, er helst að leita að Fender Jazzmaster eða Thinline Telecaster (öll módel af thinline koma til greina)
Bætt við 24. ágúst 2008 - 22:44
Já sæll gleymdi að minnast á svona hvernig græja þetta væri, þetta er sem sagt magnari byggður á Fender Champ græjuni, smooth Fender sánd en með möguleika á að jazza lampana til og líka að skipta yfir í svona meiri Marshall fíling.