Var bara að pæla… þið vitið þegar maður teygir svona úr puttunum og lætur braka í þeim, er það hættulegt? Ég hef eiginlega alltaf gert það og ekki fundið fyrir óþægindum en þegar það var sagt við mig um daginn að ég ætti ekki mörg gítar ár eftir ólifað ef ég he´ldi þessi áfram varð ég svolítið hræddur…

Veit einhver til þess að þetta sé í alvöru hættulegt eða er þetta bara eitthvað bull. Ekki seigja: “ ég hef sko alltaf gert þetta og þetta er í lagi, enda spilað í 4 ár ” eða “já þetta er hættulegt” ekki bulla útí loftið heldur bara komið með svör ef þau byggjast á reynslu, læknisráði eða einhverju álíka. langar að vita þetta því að mér fynnst í rauninni þægilegra að teyjga svona á fingrunum þegar þeir eru stirðir og fynnst ég vera mun teyjganlegri og hraðri í puttunum ef ég geri þetta. en ef þetta gæti tekið fingurna á mér úr lið eða skemt á mér hendina þá þarf ég undir eins að venja mig af þessu :/

Bætt við 14. ágúst 2008 - 18:05
takk fyrir góð svör :)
Nýju undirskriftirnar sökka.