Til sölu er Mesa Lone Star Classic combo magnari (2 x 12 Black Shadow) - 2007 model með 10, 50, 100 watta útfærslu. Magnarinn er staðsettur á Akureyri í góðu yfirlæti og góðu lagi. Enn með 6L6 lampana en einnig er unnt að nota EL34 lampa. Cover hefur verið snyrtilega endurbætt til að verja gripinn sem best.

(Innskot: Var eitt sinn að spila og var að sýna áhugasömum náungum úr annarri hljómsveit magnarann en þá kom hljóðmaðurinn snjalli og trausti úr Tónabúðinni og sagði uppnuminn:“Vá þvílíkt cover”.).

Tónastöðin hefur umboð fyrir Mesa og þar er auðvitað hægt að skoða sams konar magnara ef einhver er að velta fyrir sér hvers kyns magnari þetta er.

Mér finnst hann æðislegur, frábær clean rás og ágætis lead rás. Mér finnst best að nota lead rásina sem break up-boost - þá hef ég clean, break-up boost og solo boost og nota svo T-Rex Dr. Swamp eða gamla góða Boss SD-1 pedalinn til að keyra upp drive/distortion. Það er líka hægt að keyra drive rásina og fá gott overdrive hljóð.

Frábært fx-loop og margir möguleikar (10, 50 eða 100 watt; tweed mode; drive, thick og thicker mode á rás 2; 6L6 eða EL34 lampar eftir smekk).

Verðhugmynd 180-190 þúsund.

Er á leiðinni suður og get kippt magnaranum með ef einhver er áhugasamur um kaup.

Kveðja, geng