Er að selja novation 49 LE midi controller. Þarf í raun ekkert að segja meira fyrir þá sem vita hvað Midi Controller er. Þetta er tæki sem notar MIDI til að communicatea við tölvuna og ef þú ert með forrit eins og Reason, þá geturðu notað þetta sem píanó auðvitað og alls konar hljómborð, sem og fengið úr þessu gítar, trommu, bass, flautu og strengja hljóð.

Ég er að hugsa um að selja þetta á 13.000kr, þetta kostaði 21 þús krónur á þeim tíma sem þetta var keypt í Tónastöðinni, ég keypti þetta svo notað af gaur sem notaði þetta bara nánast ekkert og sama hefur eiginlega gerst fyrir mig, ég áttaði mig bara á seinna að að-verða 6 ára gamla HP tölvan mín höndlaði ekkert svona. Þetta er fínasta græja og drullugaman að leika sér á þetta. Ég er með einhverja diska frá þessu hérna og allt sem fylgdi með, kvittun og alles.

Endilega hafið samband ef það er áhugi, mig langar að losna við þetta sem fyrst, verðið er svosem ekki aðalatriði, þó ég kæri mig ekki um einhver vitleysuboð.

Bætt við 30. júlí 2008 - 18:44
Og já þetta eru 49 lyklar á þessu + bender(til að benda hljóðið) og modulation knob sem breytir hljóðinu svona á skemmtilegan hátt eins og t.d. wah wah á gítar, ekkert ósvipað því.