Jæja, ég og frændi/vinur minn vorum bara einhva að “jamma” og síðan þegar ég var með Line 6 magnarann minn í Metal stillingunni, þá heyrðist svona eins og einhva væri að krauma í feedbackinu. Ég var ekki sáttur, þannig ég fór að skoða keilurnar í magnaranum og prófaði síðann að spila aftur, en ennþá þá var þetta hljóð í feedbackinu. Ég fór þá að skoða gítarinn, þá tók ég eftir að það var föst einhver járn skífa í neck single coil pickupnum mínu :O. Ég fór fram og tók töng og reyndi að ná henni, en það var eins og hún væri föst í picköpnum, en ég lét mig hafa það og togaði hressilega í hana með tönginni og hún skaust úr, síðann prófaði ég að spila og þá hljómaði gítarinn ALLT öðruvísi, hann hefur ALDREI hljómað svona vel ^^
Ég vildi bara deila þessu með ykkur =).