Ég á 4-strengja Fender JB Classic ‘60s bassa sem er strengdur með Ernie Ball super light strengjum. Málið er bara að hann er svo næmur. Ef þú svo mikið sem snertir strenginn heyrist hljóð, böndin gefa alltaf frá sér lítið málmhljóð í gegnum magnarann þegar maður spilar og ef þú lemur lauslega í boddíið færðu ’þömp' og yfirtóna-feedback-súpu frá öllum strengjunum.

Þessi bassi er líka svo tær einhvern veginn, og það er bara erfitt að fá svolítið ‘sub’- hljóð í hann. Ég hef spilað á fleiri bassa en þá er vandamálið hitt, að hann er of ‘muddy’.

Ég nenni ekki að hafa hann svona næman; en eru það pikköpparnir sem gera þetta eða eitthvað annað? Ég hef prófað aðra strengi og mismunandi magnara - það er sama sagan.

Vonandi getið þið hjálpað mér.