Nú var ég að lesa nokkra trommarabrandara og ákvað að deila þeim með ykkur, veit ekki hvort að þetta hefur komið hér áður inn ef svo er biðst ég afsökunnar á því.
Svona hljóma nokrrir þeirra:



Einn Trommarinn var orðinn þreyttur á því hversu lítið var alltaf gert úr trommuleikurum svo hann ákvað að fara inn í hljóðfæraverslun og skipta um hljóðfæri.
“Ég ætla að fá rauða trompetinn þarna… og láttu mig líka fá harmonikkuna,” sagði hann við afgreiðslumanninn.
“Sko.. þú mátt fá slökkvitækið, en þú lætur ofninn í friði!”

————————————————-

Hvað sagði trommuleikarinn þegar hann fékk fyrsta starfið sitt?
“Má bjóða þér franskar með þessu?”

————————————-

Jói gekk inn í búð: “Ég ætla að fá einn svona Marshall Hiwatt AC30 amplificator og einn GObson StratoBlaster- gítar með Fried Rose tremóló!”
“Bíddu við, þú ert trommuleikari er það ekki?”
“Uuuu, jááá.. hvernig vissir þú það?”
“Þetta er ferðaskrifstofa!

———————————————

Af hverju er trommuheili betri en trommuleikari?
Hann heldur takti og sefur ekki hjá kærustunni þinni.

—————————————————–

Af hverju setja gítarleikarar trommukjuða á mælaborðið í bílnum sínum?
Til að geta lagt í fatlaðrastæði.

————————————————

Óli sagði við mömmu sína: ” Ég ætla að verða trommuleikari þegar ég verð fullorðinn.“

”En Óli minn, þú getur ekki orðið bæði!"



Góða nótt.