Boss FZ-5 Fuzz

Keypti mér þennan effekt og fékk hann í dag, og ég ætla að segja að þetta tæki er hrein snilld.

Kostaði: 12.000 í Rín

Prófaði hann í gegnum Roland Micro Cube-inn minn, (Marshallin er í láni vegna tilvonandi tónleika með Ný Dönsk á Markaðsdögum í Bolungarvík.)

Hann er með 3 stillingar sem eru:

F: Face

Líkir eftir honum fræga Fuzz Face effekt, ég mundi kalla þetta svona crunch/fuzz, getur náð mjög flottu Jimi Hendrix soundi úr honum með réttari stillingu. Mjög gott til að boosta clean soundið líka.

M: MST Fuzz eða Maestro FZ-1

Líkir eftir MST Fuzz, mjög svona “muddy” sound soundar fáránlega flott með wah-wah, mjög þungt liggur við bassahljómur þegar maður slær efsta E streng.

O: Octave Fuzz

Líkir eftir Octavia Fuzz, mjög góður ef þú ert að spila á gítarin fyrir ofan 12. fret ekki flott sound í gripum en mjög gott í sólóa og svoleiðis

———————————————————

Á honum eru 2 aðrir takkar(knobs) Level knob sem er auðvitað bara til að stýra hávaðanum sem hann gefur frá sér og svo Fuzz takkinn sem að stýrir fuzzinum sem hann gefur frá sér, að vera með takkan í miðjunni s.s. á klukkan 12 gefur hann frá sér eins mikið distortion og hægt er en að fara með hann legra inn í boost svæðið fer hann með distortionið lengra og boostar það fáránlega flott upp.


Mæli samt ekki með því að fólk kaupi hann nema þá bara til að leika sér með mismundandi sound, held að þetta sé ekki svona einhvað sem ég mun eiga lengi.

takk fyrir.