sælir hugarar.

Mér fannst rétt að tjá mína reynslu af muzictoys.com hérna á huga þar sem margir ykkar eru að panta græjur að utan.

Ég verð nú bara að segja að mín reynsla af þessari netverslun er frekar slæm, eiginlega allveg ömurleg.

Í janúar og febrúar var ég mjög duglegur að kaupa dótarí að utan frá mismunandi verslunum, bæði í UK og svo musictoys.com.

Alldrei lenti ég í neinu veseni með UK verslaninar en ég er orðinn allveg gráhærður að reyna að eiga við þetta pakk hjá musictoys.

Samtals pantaði ég frá þeim 8 effecta ásamt snúrum og effectabretti.

febrúar leið og ekkert að frétta!

mars leið og enn ekkert að frétta!

apríl leið og alls ekkert að frétta þrátt fyrir MARGAR email sendingar. Mér var ekki einu sinni svarað.
í lok apríl fékk ég loksins svar um að þeir settu vitlausar tolla upplýsingar á sendingarnar og vörunar færu að berast eftir viku.

vika leið og svo önnur og svo önnur og EKKERT AÐ FRÉTTA þrátt fyrir margar email sendingar sem enn á ný var ekki svarað.

Það var ekki fyrr en um miðjan maí sem hreyfing komst á hlutina ÞEGAR ÉG ÞURFTI AÐ HRINGJA OG ÆSA MIG ÞÓNOKKUÐ TIL ÞESS AÐ MARK VÆRI TEKIÐ Á MÉR!!!

Þeir sögðu að pakkarnir væru komnir í póst og ættu að berast á næstu dögum.

Maí kláraðist OG EKKERT AÐ FRÉTTA.

Í byrjun þessa mánaðar fékk ég loksins tilkynningu frá póstinum um að pakki biði mín frá musictoys og ég hugsaði með mér að loksins væri þetta mál finally afgreitt.

En nei nei , einungis 3 af 10 vörum voru í pakkanum!!!

VILL TAKA ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ GREIÐA FYRIR ÞETTA ALLT SAMAN, ER MEÐ CREDITKORTA YFIRLIT SEM SANNAR ÞAÐ!

Ég sendi þeim email til að spyrjast fyrir um restina af vörunum…ekkert svar…sendi þeim annað email…EKKERT SVAR…og núna rétt í þessu sendi ég annað email á allar hugsanlegu email-addressur sem þetta kompaní hefur á sínum snærum.

Og nú er bara að bíða og sjá hvort þeir hafa þann manndóm í sér að svara mér og skýra út fyrir mér hvurn djöfullinn sé í gangi!

Semsagt er ég ennþá að bíða eftir rúmlega 2/3 af þeim vörum sem ég pantaði og er búinn að greiða fyrir, síðan í janúar og febrúar, takk fyrir!

Ég veit um nokkra sem hafa ekki lent í þessu veseni með musictoys.com

En ég hef líka heyrt í nokkrum sem hafa lent í tómu veseni með þetta company. Þannig að það er greinilega allgert happa-glappa hvernig þjónstu maður fær frá þessum helvítum.

ALLAVEG FINNST MÉR ÞAÐ EKKI ÞESS VIRÐI AÐ REYNA Á ÞAÐ!

VARÚÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~