Ég keypti þennan gítar notaðan á huga fyrir stuttu síðan á 20 þúsund kall í einhverju gítargræðgiskasti þar sem ég hef eiginlega ekkert að gera við þennan gítar. En hann er samt helvíti þægilegur og gaman að honum. Ég mun nota hann þegar ég spila með hljómsveitum sem spila þunga tónlist og fýla ekki græna gítara… Ég samt furðaði mig svolítið á því að það stendur Diamond Darrel Signature á headstockinu en ekki Dimebag.Ég veit að hann kallaðist það áður fyrr en ég hélt að hann hafi bara verið kallaður það á glam tímabilinu þeirra…

En já þetta er semsagt Washburn Diamond Darrel (Dimebag Darrel) signature gítar. Dime var frægastur fyrir gítarleik sinn í thrash/groove sveitini Pantera en hann spilaði einnig í country projecti með David Allan Coe sem nefndist Rebel Meets Rebel og líka í Damageplan. Pantera urðu frægir um 1990 þegar fyrsta “alvöru” platan þeirra kom út en fyrir það höfðu þeir gefið út 4 plötur sem ég nenni ekki að fara neitt útí. En þessi plata hét semsagt Cowboys From Hell og er talin meistarastykki í metal heiminum. Þeir urðu fljótlega nokkuð vinsælir og gáfu út aðra plötu sem hét Vulgar display of Power. Sú plata var nú eiginlega ekkert síðri og er oft rifist um hvort platan sé betri en Pantera menn hættu ekki og gáfu út Far beyond Driven, The Great Southren Trendkill og Reinventing the Steel. Allar þessar plötur eru stútfullar af geðveikum lögum sem gera Pantera að bestu hljómsveit í heimi (að mínu mati og margra annara). Dimebag einkenndi hljómsveitina með sínum þungu, groovy riffum og skerandi sólónum og var orðin vel þekktur fyrir “Dimebag sqeelin” sín. Personulega hef ég aldrei heyrt lélegt Pantera lag og ég hef hlustað vel á allar plötunar en ég ætlast ekki til að fólk fari að ræða um pantera í þessari gagnrýni mig langaði bara aðeins að tala um manninn sem þessi gítar var gerður fyrir.

Dimebag var skotinn á sviði þegar hann var að spila með hljómsveitinni sinni Damageplan þann áttunda desember, 2004.

Mynd: http://www.gencmuzik.com.tr/images/urunler/washburn_dime332bbbbb888888_381.jpg
Mynd af mínu eintaki: http://images.hugi.is/hljodfaeri/137606.jpg

Features: 6 (fyrir moddun) 8 (eftir moddun)
Hann er með tvo humbucker pickuppa, tune o matic brú, Grover tunera, rosewood fingraborð á borlt on maple hálsi, volume, volume, tone takka og pickupp switch. 24,75" skali held ég, 22 bönd og jumbo frets (las þetta með jumbo fretin einhverstaðar en er samt ekki viss um það.) Þegar ég fékk hann þá fékk ég han nmeð straplockum sem voru ekki upprunalega en það er samt stór bónus ;)

Sound: 7 (fyrir pickup skiptingu) 9 (eftir pickup skiptingu)
Soundið í honum þegar ég fékk hann var fínt og myndi allveg hæfa metal spilandi byrjenda. En ég ákvað að setja Seymor Duncan Dimebucker í hann svo hann myndi hafa eitthvað á móti hinum gíturunum mínum (ef ég hefði ekki skipt hefði hann bara hangið uppá vegg og ég aldrei notað hann) Knobarnir eru að standa sig og ég það koma engin leiðinda hljóð við að snúa þeim.

Ástand: 4(þegar ég fékk hann) 10 (eftir moddun)
Þegar ég fékk hann var hann allveg viðbjóðslega skítugur. Hann var allur í fingraförum og kámugur á body-inu og hálsinn var einn sá óhreinasti sem ég hafði séð. En það var bara gaman og ég fékk mér Dunlop hreinsiefni í hljóðfærahúsinu. Eitt fyrir bodyið og annað fyrir fretboardið. Tók strengina úr og þreif allan hálsinn með hreinsinum og svo ték ég knobana af og þreif allt bodyið. Þé lúkkaði gítarinn helvíti vel og ég keypti chrome knoba á hann í staðinn fyrir þá sem voru. Svo keypti ég auðvitað Dimebag DR strengi í hann en ég plana samt að skipta þeim út næst þegar ég skipti um strengi. Það þurfti líka að adjusta brúnna allveg svolítið og stilla hálsinn smá en það er fínt núna eftir að Gunnar Örn lagaði það en það mætti vera betra.

Playabilty: 7,5
Hann er nokkuð þægilegur í spilun en samt ekki jafn þægilegur og hinir gítararnir mínir. Aðalástæðan er að acton-ið er ekki 100% en það má nú laga það og svo er bolt-on aðgengið ekki gott. það vatnar líka 2 fret neðst á hann, han ner semsagt 22 banda en mér finnst þægilegast að hafa 24. Það er held ég 24,75“ skali á honum en mér finns þægilegra að hafa 25,5 svo ég er ekki allveg nógu vanur honum. Áferðin á hálsinum er góð svo að það þægilegt að spila á hann en fretboardið er ekki með nógu gott feel að mínu mati. það mætti vera… mýkra r sum. En aðal gallinn er allavega þetta bolt on aðgengi. maður getur eiginlega ekkert spilað á fret sem eru hærri en 18 r sum afþví að ”vasinn" sem að hálsinn fer ofan í stingst þá í hendina á manni (hann er ekki beittur en hann fer bara óþægilega í hana) hásinn er nokkuð breiður en það er allt í lagi svosem.

Ég mæli sterklega með svona gíturum fyrir þá sem hafa spilað í td. 1-3 ár. (ef maður væri að finna þá einhverstaðar, þeir eru hættir í framleiðslu) Hann getur verið fínasti aukagítar (eða aðalgítar) og er líkelga mjög reliable á sviði.

R.I.P Dime!
Nýju undirskriftirnar sökka.