Jæja, þá er ég búinn ad tala við ma og pa og þau eru ready í að borga svona helminginn í nýjum gítar sem ég vonast til að kaupa eftir sumarið (þá á ég einhvern pening eftir vinnu). Og hvað segið þið Hugarar?
Hvernig gítar mælið þið með fyrir rokk (AC/DC, Nirvana og svo framvegis).
Gítarinn má kosta 100-150þús hingað kominn :)

Bætt við 2. júní 2008 - 01:13
Ég fékk að prófa Washburn X-Series gítar sem að frændi minn á um daginn og leist bara helvíti vel á hann, hann kostaði bara 50þús kall! Og er með Seymour Duncan Pickups.