Nýlega var byrjað með svokallað Guitar Idol, keppni eins og hið venjulega Idol, nema í stað þess að syngja er spilað á gítar. Fólk getur kosið þann sem þá líkar besti við, og auk þess verða 11 aðrir valdir af sérstakri dómnefnd. Þessir 12 einstaklingar fá svo að spila á The London Guitar Show 14.júni næstkomandi. Sigurvegarinn þar fær svo að opna fyrir Joe Satriani 15.júní á sýningunni.

Ég er nokkuð viss um enginn Íslendingur taki þátt í keppninni, en það er einn sem er eiginlega að keppa fyrir hönd Íslendinga, sem heitir Thiago Trinsi, kemur frá Brasilíu en býr núna á Ólafsfirði á Norðurlandi, og kennir þar á gítar og einnig á Akureyri.

Það væri mjög vel þegið að Hugarar hérna tækju sig saman og kysu manninn, því það væri magnað að einstaklingur sem keppir fyrir hönd Íslands myndi ganga vel, jafnvel komast í úrslit í þessarri keppni.

Til að kjósa þarf að búa til account á síðunni og þegar það er komið er hægt að kjósa.

Bætt við 21. maí 2008 - 12:49
Sorry, gleymdi linknum :P

http://www.guitar-idol.co.uk/thiago-trinsi