Komiði blessuð og sæl kæru hugarar ungir janft sem aldnir.

Ég er hér með, mjög hugsanlega til sölu, Randall stæðu. Keypti hana fyrir tæplega 2 árum minnir mig. Ástæðan fyrir söluni er sú að mig langar að breyta til og einnig vegna smávægilegs vandamáls sem ég er að kljást við í sambandi við boxið. Vandamálið er það að 2 keilur eru rofnar og því þarf að skipta þeim út fyrir nýjar, en boxið virkar þó öðrumegin þetta augnarblikið.

Ef ég man rétt þá er þetta RS412XC 4x12” straight 320w box(semi 2x12" þar sem 2 eru rofnar hehe). Beit úr kassanum er það selt á 41.900 kr. og ég hafði hugsað mér að skella svona 17-18.000 kr. á það þó það verði líklega hægt að prútta eitthvað.

Svo er ég með 200 watta haus hér líka, RH200 G2 Series. Ef ég veit rétt þá er tónabúðin hætt að selja þessa hausa, amk eru þeir ekki í verðlistanum hjá þeim. Ég ælta að skjóta á að hann hafi kostað eitthvað í kringum 40.000 kallinn. Ætla því að setja 25.000 á það til að byrja með þar sem hann er í mjög góðu ástandi þessa stundina.

Get líklega reynt að redda myndum fyrir áhugasama lesendur. Ég er staddur á Akureyri, þannig afhendingin á dótinu yrði mjög líklega hér fyrir norðan.
Sendir mér endilega póst hér á huga ef einhverjar spurningar brenn á ykkur.

Með von um áhuga,
Nökkvi


Bætt við 19. apríl 2008 - 19:55
Afhentingin* (Ekki er ég að fara að henda þessu!)
Troll í D-moll…en samt ekki.