http://www.ninjam.com/download.php

Þetta er forrit sem gerir mönnum kleift að spila saman á netinu, nohhh nohhh, loksins loksins :)

Hef reyndar ekki náð að prufa þetta almennilega þar sem ég þekki enga sem eiga upptökugræjur. En það virkaði allavega að heyra í mér yfir á local network. Þetta forrit segist hafa sína tækni til að hafa etta allt í takti og tíma, en marr eigi að eftir að venjast því. Ég er member á síðu sem hefur sinn eigin server, en það er eitthvað erfitt að gera þetta og að fá eitthvern inná, þar sem þetta er nýkomið á síðuna.

Spurning væri hvort eitthverjir hér gætu reynt að prufa þetta :D?

Upplýsingar eru hérna: http://www.ninjam.com

Og nokkrir erlendir serverar eru hérna:
http://www.devplant.com/ninjam-music/index.php?option=com_wrapper&Itemid=54

Ég gat aldrei tengst serverum nema að vera “anonymusly” tengdur, en þið sjáið þetta þegar þið prufið þetta, mjög lítið forrit.

Það tekur bara beint inn úr inputinu, en ef þið notið REAPER, eins og segir þarna á síðunni, þá ættuð þið að geta notað VSTi og solls með þessu, svo er eitthverjir effectar í NINJAM sem ég kann ekkert á. MIDI hljóð fara ekki í gegn held ég, nema ef þið breytið því í audio fyrst, t.d með VSTi myndi ég giska.

Endilega prufið ykkur áfram og segið okkur frá þessu. Ætla að reyna meira við þetta sjálfur og fá eitthverja á PAT síðunni til að spila við mann. Væri langflottast ef eitthver íslendinskur server myndi koma fyrir okkur hugara :D

Ég vona bara að þetta virki almennilega, þar sem enginn nennir að spila og heyra hljóðið nokkrum sek seinna :(!

Bætt við 25. mars 2008 - 23:32
Leiðrétting: “anonymously” og “íslenskur server” :(
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro