Ég var að spá, verðið að afsaka bara að ég pósti þessu hér… en hér fæ ég örugglega fín svör. Býst ekki við öðru.

Langar að kaupa mér mp3 spilara eftir að iPodinn minn dó fyrir einhverjum mánuðum síðan. Mig langar ekkert endilega í ipod, enda svoddan vesen að vera með svoleiðis og halda þeim gangandi. Vil helst hafa allavega svona 15gb á honum, ekkert endilega meira… Einhverjir hér sem hafa reynslu af öðruvísi mp3 spilurum en ipod. Verður helst að endast allavega 2-3 ár, það væri mjög gott, lengur en fjandans ipodarnir.

Maður lætur alltaf blekkjast af helvítis markaðsetningu, langar að prófa eitthvað annað sem gæti mögulega verið miklu betra.