Fullt af stöffi til sölu hér.

Byrjum á Epiphone SG. Þetta er G400 gothic týpa. Alveg svartur með rosewood fingraborði. Hann er aðeins útlitsgallaður framan á eftir lítið óhapp fyrir nokkru síðan. Smá blettur þar sem lakkið er farið af og þetta lækkar hann í verði. Hins vegir er hann með nýjum Seymour Duncan '59 pickups. Sjóðheitir pickuppar sem eru mun betri en þeir sem fylgja gítarnum. Þetta hækkar gítarinn aftur í verði.

Verð 40.000 kr. Skoða tilboð.

Næst er það ADA MP-1 formagnari. Geggjuð græja sem spilaði stóran þátt í metal og rokk heiminum á 80's og snemma á 90's. Hljómsveitir sem hafa notast við þessa græju eru meðal annars Iron Maiden, Metallica, Smashing Pumpkins, My Bloody Valentine og margir, margir fleiri. Hann var nýyfirfarinn þegar ég eignaðist hann og ég hef notað hann lítið. Ástæðan fyrir því að ég sel hann er að ég á tvo.

Verð 40.000 kr. Skoða tilboð.

Þá er það Korg DTR1000 pro rack tuner. Góð græja sem gerir það sem hún á að gera. Orðin notuð og svona en virkar enn.

Verð 5.000 kr. Skoða tilboð.

Þá er röðin komin að Zoom Trimetal. Eðal distortion pedall sem býður upp á margt. Hef bara ekkert við hann að gera.

Verð 5000 kr. Skoða tilboð.

Næst er aðalgræjan. Boss BR1600CD upptökugræja. Hægt er að skoða hana nánar á http://www.roland.co.uk/prod_room_catdet.asp?id=BR1600CD
Ein með öllu, Átta input, sextán rása mixer, 256 virtual rásir, fullt af effektum, hægt að mixa, mastera og brenna á disk allt í þessari græju. Að sjálfsögðu fyglir powersnúra og bæklingur. Kostar held ég um 150.000 kr. ný.

Ég býð þetta á gjafverði 100.000 kr. Engin tilboð.

Síðast en ekki síst er það Godin LGp90 rafmagnsgítar. Mér liggur ekkert á að selja þennan en ef upphæðin er rétt þá fer hann. Fæ mér örugglega nýjan í staðinn. Klassagítar, vínrauður á litinn, í fullkomnu standi. P90 pickuppar sem hljóma frábærlega.

Verð 60.000 kr. Engin tilboð

Áhugasamir svara mér á huga eða email haukurisfeld@hotmail.com.