Já sælir aftur.

Þetta er framhald af korkinum “sígarettureykur og gítar” þar sem ég spurði úrlausnar á vandamáli sem ég er að upplifa með tóbaks-slykju á gítörunum mínum.

Ég fann lausnina.

Ég verð bara að segja að Google er helber snilld;)
Ég gat ekki beðið með að vita hvernig ég ætti að tækla þetta vegna þess að mikil verðmæti eru í húfi. Ég rakst á vöru sem heitir “Virtuoso cleaner” og “Virtuoso polish” og þetta er víst eitt það besta, sérhannaða hreinsidót fyrir gamla gítara með nitrocellulose lakki. Á lika að gera undur fyrir polyurithane lökk á nýrri gítörum.


http://www.virtuosopolish.com/

svo pantaði ég þetta þaðan: (í accessories and gear)

http://elderly.com/


Vonandi hjálpar þetta öðrum í sömu pælingum og ég:)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~