Er með eina sérstaka pælingu í gangi.

Sjálfur er ég 23 ára gítarleikari og er að leita mér að allavega tveimur öðrum gítarleikurum og einum bassaleikara til að stofna eins konar ‘strengjakvartett’. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa áhuga á klassískri tónlist og algjör skylda að kunna að lesa nótur.

Pælingin hjá mér er að prófa að byrja á að spila t.d. einn þátt úr strengjakvartett eftir Haydn eða e-ð sem svona upphafstilraun og þróa hugmyndina áfram þaðan. Eins og gengur og gerist í venjulegum strengjakvartettum myndu meðlimir fá með sér efni heim til að æfa sig á og svo væri hist annað slagið til að prófa að spila þetta saman.

Þetta er bara tilraun en gæti verið gaman og gæti leitt út í eitthvað meira. Möguleikarnir væru svo að stækka við samsetninguna og bæta við hljóðfæraleikurum svo úr yrði hálfgerð rafmögnuð orchestra.

Þeir sem hafa áhuga hafa samband hér á huga eða í s. 846-3117.