Þessi gítar er nánast ónotaður. Ég fékk hann í hendurnar nýjan í desember. Ótrúlega góður gítar miðað við aðra í þessum verðflokki. Þegar ég fékk hann var hann perfect. Setup var alveg eins og ég vildi hafa það……action frekar lágt intoneringinn alveg fullkomin, hef aldrei fengið nýjan gítar í hendurnar sem var hægt að spila á beint úr kassanum. Þetta er mjög fallegt hljóðfæri og hljómar virkilega vel, bæði pikkuparnir og svo líka bara órafmagnaður. Ég hef aldrei verið hrifinn af Epiphone gíturum, en þessi kom mér skemmtilega á óvart og er bara mjög vandaður í alla staði. Hann er framleiddur í Kína en settur saman í USA. Ég er að selja hann því að ég ætlaði aldrei að kaupa þennan gítar. Ég pantaði Ibanez bassa, en þegar hann kom til mín þá var þessi Epiphone gítar í kassanum en ekki bassinn!! Ég nennti ekki að standa í að senda hann til baka, þannig að ég ætla að reyna að selja hann hérna því ég á svo marga gítara fyrir.

Verðhugmynd: 55 þús. (Gítarinn er því miður án tösku eða poka)

Áhugasamir sendið e-mail.

hae@eimskip.is

Hérna er slóð á mynd af gripnum….hann er lengst til vinstri á efstu myndinni og svo er önnur mynd aðeins neðar.

http://www.guitarmasterclass.net/guitar_forum/index.php?showtopic=10736