Ég ættla að prófa að auglýsa effecta sem mig langar til að skipta til að breyta til. Ég er aðallega að spá í einhverjum óhefðbundnum effectum. Guitar eða Bass synthar væru vel þegnir og einnig einhverjir skemmtilegir delay pedalar eða Boss stage tunerinn. Hef líka lengi haft auga á Zvex Fuzz factory.

ATH að mér þykir ólíklegt að ég eigi eftir að selja eitthvað af þeim nema ég fái tilboð sem ég bara get ekki hafnað.

Effectarnir sem ég er til í að skipta eru eftirfarandi:

Big Muff USA (Með nokkrar af þessum óhjákvæmilegu rispum sem fylgja flestum ef ekki öllum EHX effectum)

ProCo. Rat2 (Fullkomnu standi og lítið sem ekkert notaður)

Dunlop Dime Wah (Tjah get ekki sagt að hann sé í jafn góðu standi enda er ég búinn að eiga hann frekar lengi. Hann virkar samt fullkomlega)

MXR double shot distortion (Svo gott sem nýr og mjög lítið notaður)

MXR Van Halen Phaser (svo gott sem nýr og lítið notaður)

Line6 Verbzilla(hefur verið notaður live nokkrum sinnum en sést ekki á honum)

MXR Smart gate (Lítið sem ekkert notaður og í fullkomnu standi)

Vonandi lumið þið á einhverju skemmtilegu. Ég skoða allt þannig að ekki hika við að testa.