Fyrstur er Epiphone Gothic Explorer. Hann er frekar lítið notaður því ég keypti hann ekkert löngu áður en hljómsveitin mín lagði upp laupana. Hann var notaður sem varagítar á nokkrum tónleikum, þ.á.m. þeim sem ég spilaði á daginn sem ég keypti hann, þar sem hann kom að frábærum notum. Hann er með stock pickupa og er svartur eins og gengur og gerist með Gothic týpur. Veit ekki hvaða módel hann er en hann hljómar allavega rosa vel í alls kyns rokk, allt frá Dick Dale surf í harðasta svíametal.

Seinni gítarinn er trausta öxin mín sem hefur spilað á næstum öllum tónleikum síðan platan Virgins kom út. Hann er aðeins verr farinn en Explorerinn en hann hefur harða skel og tekur við allri misnotkun af einskærri hlýðni. Hann er með svimandi heita EMG pickupa sem öskra á þig þó þú sért varla að keyra distortionið þitt neitt mikið. En hann hljómar alveg æðislega þegar þú keyrir hann í botn og hentar vel í alla tegund af hörðu rokki.

Verð í báða gítara er 50 þúsund krónur og fylgir taska og ól með báðum.

Vinsamlegast sendið e-mail á netfangið bjoggiben@gmail.com með Gítarkaup í “subject” ef þið hafið áhuga. Það er besta leiðin til að fá svar til baka þar sem ég logga mig sjaldan hérna inn.


Bætt við 24. janúar 2008 - 00:15
Já, seinni gítarinn er ESP LTD Viper 400.