Ókei, síðasta tilraun hérna, eftir helgina legg ég hann inn í Tónastöðina í umboðssölu.
Amerískur standard Fender Stratocaster, ljósblár, sér ekki á kvikindinu, engar rispur lítur út eins og nýr semsagt.
Ég er búinn að eiga þennann gítar í 3 ár minnir mig, kostar 125.000+ nýr, hefur verið geymdur í töskunni þegar ég er ekki að nota hann.
Þetta er mjög gott eintak, ég prófaði nokkuð marga Fendera áður en ég valdi þennann á sínum tíma, ætlaði upprunalega að kaupa mér svartann eða sunburst litann Fender en mér fannst þessi betri að spila á en þeir sem voru í boði í þeim litum á sínum tíma.
Hann fæst á 70 þúsund staðgreitt núna en ég set á hann 80 þegar hann er kominn í umboðssölu.
Ég er líka opinn fyrir skiptum á þessum gítar fyrir lampamagnara eða jafnvel Gibson Flying V ef einhver á svoleiðis og vill skipta, nú og ef það er einhver þarna sem er með eitthvað áhugavert hljóðfæri/effekta/magnara/mússiktengt stöff sem hann vill láta ganga upp í gítarinn þá endilega skjótið á mig tilboði.

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5135658
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.