Ég var að skoða magnara í Tónastöðinni áðan og starfsmaður þar eyddi miklu púðri í að reyna að sannfæra mig um að 150w SpiderIII magnari frá Line6 væri málið.
Ég renndi í gegnum nokkra presetta á þessum magnara og mér fannst þetta aðallega vera einhver high gain dæmi með allt of miklu reverbi og fljótt á litið fannst mér hreinu til miðlungsskítugu sándin ekki vera að gera sig.
Ég vil samt ekki afskrifa svona magnara eftir að hafa bara prófað hann í korter og vildi bara tékka hvernig reynsla ykkar af þessum mögnurum væri og hvort dýrari Line6 magnararnir væru þá eitthvað eftirsóknarverðari.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.