Vona að svona löng auglýsing hræði ykkur ekki ;-D
Er með allskonar dót hérna sem ég þarf ekki að eiga lengur, og tekur eiginlega bara óþarflega mikið pláss inní herberginu mínu.
Vil ekkert fá neitt sérstaklega mikinn pening fyrir þetta, vil bara koma þessu í hendurnar á einhverjum sem notar þetta. Þetta eru frábærar græjur, og það er leiðinlegt að sjá þær liggja hérna ónotaðar.

# 160w fender M80 bassamagnari. Enganvegin sá nýjasti og besti, en virkilega áreiðanlegur og dugar mjög vel til æfinga með hljómsveit og sem bassamonitor á sviði. Hann er líklega svona 25 kg og gefur gott sound eftir því.
~20 þús.

# Bassann hef ég svosem auglýst áður, en þetta er hinn íðilfagri og sjaldgæfi Peavey b-quad 5.
Tveir aktívir humbuckerar, 18 v formagnari, 5 strengir, maple boddý, grafít háls (ekki tré, heldur kolefniskristall), svakalegir möguleikar í soundi. Svo eru piezo pickupar fyrir hvern streng í brúnni, og möguleiki á split toning fyrir hvern þeirra. Hálsinn er ótrúlega hraður miðað við bassa, enda er þetta signature frá náunga sem heitir Brian Bromberg.

Brian Bromberg að spila:
http://www.youtube.com/watch?v=yVnWpLALWhw
Lítil mynd af sjálfum bassanum:
http://farm3.static.flickr.com/2133/1527044034_d68ebacf2d.jpg
Stór mynd af sjálfum bassanum:
http://farm3.static.flickr.com/2133/1527044034_e5e5b10e51_o.jpg

Með honum fylgir ólin á myndinni, með straplock, stórt og gott gig bag, sérsniðið hardcase og statíf.
Var að skipta um bæði strengi og batterý (2x 9v), þannig að hann er eins ferskur og hann gerist. Strengirnir sem ég setti í eru Elixir, minnir að þeir hafi verið í þynnra lagi.
Set 70 þús sem svona viðmiðunarverð, ekki síst vegna alls draslsins sem fylgir með. En tilboð eru vel séð.

# Gítarinn er svartur Charvel Charvette, og er með þessu klassíska jackson looki. Hef voðalega lítið vit á gíturum, en hálsinn á þessum er alveg ótrúlega hraður, og soundið úr honum er mjög hrátt. Notaði hann sjálfur aðallega til að æfa upp hraða og samhæfingu. Frábær æfingagítar. Er með floyd rose, en ég finn ekki sveifina.

Rykug mynd af honum:
http://farm3.static.flickr.com/2157/1594003840_0098d4ddd7.jpg
mynd aftanfrá, af hausnum:
http://farm3.static.flickr.com/2238/1594003858_55c04ecb77.jpg
(Hausinn snýr rétt, þ.e. tunerarnir snúa upp)
Með honum er hardcase, sem einhver snillingur spreyaði “PAN” á.
~20 þús.

Lítið mál að redda frekari myndum ef áhugi er til staðar.
Getið haft samband hérna í svörum, einkaskilaboðum, eða email: tryptophan9 hjá gmail.com