Halló!!!

Ég hef verið að spila á gítar í svona rúm 2 ár og hef lært allt sem ég kann sjálfur. Stundum hef ég verið að hugsa um að fara á námskeið eða í einhverskonar kennslu en svo hugsað með mér að ég geti bara lært þetta sjálfur. Ég hef t.d. séð auglýsta kennslu fyrir lengra komna. Hvað eru lengra komnir???? Á hverju er byrjað í þeirri kennslu o.s.frv.??? Ef einhver veit þetta gæti hann þá svarað. Og síðan langar mig að vita hvort þið ráðleggið mér að halda áfram mínu sjálfsnámi eða hvort ég ætti að fara í kennslu.

Kveðja, Rose