Þar sem fyrirhugaður kaupandi ákvað að reyna að prútta um verðið sem okkur hafði samist um fyrir þennann gítar þá ákvað ég bara að sleppa því að selja honum hann.

Þannig að núna býðst ykkur 1963 módel af Fender Jazzmaster á 175.000 kall, það er meira að segja nokkrum þúsundköllum minna en þeir kosta nýjir og þessi gjörsamlega reykspólar yfir nýja svona gítara í gæðum, ég fer alls ekki niður fyrir 175.000 kall í verði fyrir gítarinn því ég gæti örugglega fengið meira fyrir hann ef ég legði hann inn í umboðssölu, ég má bara ekki vera að því að bíða eftir að hann seljist þannig.

Ástæða þess að ég er að selja þennann gítar er sú að ég er að fara að kaupa mér annann gítar, sá kostar 175.000 og eigandinn hefur tekið hann frá fyrir mig í nokkra daga, þannig að ef ég næ ekki að selja þennann gítar fyrir, tjah, næsta miðvikudag eða svo þá bara sleppi ég því að selja hann.

44 ára Fenderar eru ekki á hverju strái og líkurnar á að þið finnið annann svipaðann á svona verði eru nánast engar, þessi er í alveg asnalega góðu ásigkomulagi.

Þannig að núna er tíminn til að hækka yfirdráttarheimildina á debetkortinu, its now or never baby!

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5135658


Bætt við 17. desember 2007 - 13:45
###SELDUR!###
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.