Komiði sælir kæru hugarar.

Ég er hugsanlega með Epiphone Les Paul til sölu sem var keyptur í Rín 4 júlí 2003 á 75.905kr. Árið 2005 voru settir nýjir Gibson pikköppar í hann, nánar tiltekið 490R og 498T, einnig var skipt um tunera á honum og sett Gibson Vintage Pearl Tuners í hann. Þetta er fínasti gripur og sést lítið á honum( ekki nema örfáar rispur og oggulítil höggför. Fyrir þá sem eru með glögt auga þá er búið að skipta um nut(plastið sem strengirnir leggjast í á hálsinum) og er það aðeins hvítara en bindingin á fretunum. Þetta er vandaðasta týpan frá þeim og er eins og áður kom fram plast binding hjá fretunum þannig að þau standa ekki út, eins á sumum gíturum (ef menn eru ekki að fatta hvað ég er að tala um þá geta þeir skoða munin á Gibson SG Faded og svo Standard)

Ég hafði hugsað mér að fá 50-55 þúsund fyrir hann. En það er ábyggilega hægt að prútta eða díla eitthvað við mig, skoða líka skipti en lof engu. Er staddur á Akureyri.

Ef þið hafið einhvern áhuga sendið mér þá endilega póst hér á huga eða bætið mér á contact listann á msninu ykkar. Get sent mynd af gripnum á msn. -> aalleexx755@hotmail.com <-

Takk fyrir lestninguna.
Nökkvi
Troll í D-moll…en samt ekki.