Nú hef ég verið að starfa sem hljóðmaður (og hef í rauninni séð um allann undirbúning, annað en skipulagningu tónleika) í Húsinu á Akureyri. Við höfum verið að halda með hverjum þeim sem áhuga hefur haft, helst ungum hljómsveitum að stíga sín fyrstu skref, en einnig fengið reynslubolta inn á milli.

Í langflestum tilfellum hefur það verið svo, að það kostar 500kr inn. Það sem saman safnast hefur verið notað upp í kostnað og stuðning. Þ.e. borga dyragæslu (þegar að það er hægt, þegar að mæting er lítil fá þeir oftast bara pizzu, annars kanski 500-1000kr), húsið tekur 12% af aðgangseyrinum (ég er t.d. á launum í 6-10 tíma fyrir hverja tónleika við undirbúning, tónleikana sjálfa og frágang, auk þess sem að oftast eru 3 starfsmenn í gæslu á tónleikunum sjálfum) en það sem eftir verður fer í flestum tilfellum í að styrkja hljómsveitir sem að eru að koma t.d. frá reykjavík, og látum þá hafa stæðsta hluta aðgangseyrisins upp í ferðakostnað og gistingu.

Húsið hefur var mér sagt einusinni komið út í plús eftir tónleika, og þá var plúsinn um 4.000 krónur.
Tónleikarnir í husinu eru ekki haldnir í gróðaskini fyrir einn né neinn, heldur til að styrkja tónlistarlíf á bænum og í landinu, og að bjóða upp á vímulausa skemmtun.

Nú er þó komin upp sú staða í málinu, að okkur var bannað að halda tónleika, þar sem að við erum ekki með samkvæmisleyfi (eða eitthvað í þá áttina)

Við getum fengið tækifærisleyfi (að ég held að það heiti), en það kostar 6000kr fyrir hverja tónleika, og í rauninni fyrir alla viðburði sem að við erum að rukka inn.
Mér skilst að það sé engin glufa í lögunum sem að gefur slíkum stöðum neina undantekningu á því.

Einnig skildist mér (eftir að aðilar sem að ætluðu að halda tónleika hjá okkur á föstudag, voru stoppaðir af 5 mín fyrir tónleika að sömu ástæðu í gær) að það sé ekki nóg að skemmtistaðurinn sé með skemmtanaleyfi.

Hvað finnst ykkur um þetta mál ?

Mér finnst allt í lagi að stórir skemmtistaðir með vínveitingarleyfi, nóg að gera um hverja helgi og eru að fá hellings pening fyrir hvern viðburð þurfi að borga fyrir tilskilin leyfi fyrir viðburði. Því að eigandi skemmtistaðarins er ekki að halda viðburði, bara því að hann vill að fólk skemmti sér vel, heldur er hann væntanlega í bransanum í gróðaskyni.

Annað finnst mér um menningarmiðstöð eins og húsið. Við erum að styrkja tónlistarmenningu á bænum og í landinu, auk þess sem að vera að stuðla að vímulausri skemmtun fyrir unglinga (sem og annað fólk), þó svo að það sé að kosta okkur mun meira en við erum að fá út úr að handa tónleika.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF