Góðan dag.

Magnarinn sem ég er með til sölu er af gerðinni Carlsbro Colt Journeyman. Hann var keyptur í Gítarnum fyrir rúmu ári (tveggja ára ábyrgð á honum minnir mig) á 25.900 krónur. Hann er vel farinn, sér ekki á honum.

Hann hefur þrjár rásir fyrir; hljóðnema, hljómborð og gítar. Ég hef notað hann sem æfingagítarmagnara og oft notað hann sem hljómborðsmagnara á æfingum með góðum árangri. Ég hef enga reynslu af mic rásinni, en hana má eflaust nota fyrir söng á æfingu. Stillimöguleikar eru treble og bass. Tengimöguleikar eru headphones og line out. Magnarinn er með 8" hátalarakeilu og er 10 kg.

Þess má geta að magnarinn er uppseldur hérlendis. Ég er til í að láta hann fara fyrir 16 þúsund (40% verðlækkun er virkilega sanngjarnt!).

Ég er á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að hafa samband í síma 661 7946 eða 562 4946, með tölvupósti í netfangið gleraugnaglamur@hotmail.com eða einfaldlega hérna á huga.


Mynd.