Jæja hugarar, nú þarf ég á skoðunum ykkar að halda

Nú er ég hérna með 12þúsund kall sem ég hef hugsað mér að nota í nýjann hihat.

Mér stendur til boða að kaupa Zildjian A New Beat Hihat Sem er með uþb 1 cm sprungu í efri disknum sem ég gæti þá lagað með því að saga í kringum og slípa þangað til að það verður engin rispa þar sem ég sagaði (hef gert þetta oft áður og það hefur virkað)

EÐA

Zildjian ZBT Hihat Nýjann í Hljóðfærahúsinu (gaurinn þar bauðst til að selja mér hann á 12þúsund í staðinn fyrir 13 þúsund sem hann á að kosta)


New beat hihatinn finnst mér sánda alveg geðveikt vel og ég held að það muni ekki draga mikið úr því ef ég tek einhvern pínulítinn bita úr honum. Spurning hvort að sprungan komi aftur eða það komi aðrar sprungur venga þess að hann er notaður. Veit ekki hve mikið en allavega nóg til að það sé komin sprunga í hann.

ZBTinn fékk ég að prufa áðan í hljóðfærahúsinu og í samanburði við hinn er hann ekkert spes, alveg ágætur, betri en minn núverandi, en samt ekkert spes eitthvað. Svo er þetta náttúrulega neðsta í Zildjian línunni og meira svona byrjendadót þar sem er ekki miklar kröfur gerðar til gæða. En aftur á móti er hann splunkunýr og sterkbyggður.

Hvorn mynduð þið velja?

Og ef þið vitið um fleiri svona tilboð (12þús eða lægra) þá megið þið endilega láta mig vita, væri til í að hafa sem mest til að velja úr.