Listrænt frelsi tónlistarmanna hefur nú aukist enn, því að þeir þurfa ekki lengur að hafa fyrir því að stilla gítarinn sinn. Nýi Les Paul-gítarinn frá Gibson getur nefnilega stillt sig sjálfur.

Vélmenni sem þýska fyrirtækið Tronical hannaði í samastarfi við Gibson í Nashville og er sett á gítarinn stillir hann á um tveim sekúndum. Tronical hefur boðið þessa nýju tækni, „Powertune System,“ á netinu og í verslunum í Þýskalandi síðan í mars, að því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins.

Les Paul-gítarinn frá Gibson kemur á markaðinn um allan heim á föstudaginn. Segir Gibson þetta einkum handhægt fyrir byrjendur, sem eigi oft í erfiðleikum með stillingar.


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1306934
Byrði betri