Sæl öll, sem kassagítarleikari er ég alltaf að reyna að finna mér ný og flottari lög til þess að spila. Þið sem spilið á hljóðfæri þekkið þetta. Þess vegna langar mig til þess að fá alla hérna til þess að nefna þau lög sem ykkur finnst vera flottustu kassagítarlög í heimi að ykkar mati. Ég skal byrja:

1. Bron-Yr-Aur Stomp - Led Zeppelin
2. Angie - The Rolling Stones
3. Going to California - Led Zeppelin
4. Here Comes the Sun - The Beatles
5. Tears in Heaven - Eric Clapton

Og svona til þess að nefna eitt íslenskt: Something Radical - Pétur Ben

Virðing fyrir skoðunum náungans er dyggð, góða skemmtun.