Ég hef verið að hugsa undanfarið um æfingarhúsnæðið sem ég er í. Þannig mig langaði að spyrja ykkur hvort þið þyrftuð að þrífa æfingarhúsnæðið sem þið eruð í og á sama tíma hvort leigjandinn noti húsnæðið líka?

Ég er í rauninni að gera könnun því ég hef í hug að kvarta aðeins við leigjanda minn því við erum að borga honum 30 þúsund á mánuði fyrir fínt húsnæði, við ryksugum einu sinni í viku(Og ef fólk vill fara út í það þá er það ekkert stóratriði en það er samt princip mál, við borgum húsnæðið, hann heldur því hreinu), og fáum að æfa 4 daga vikunnar sem við deilum með annarri hljómsveit. Sem eru 16 dagar í mánuði, MEÐ annarri hljómsveit. Gaurinn notar húsnæðið mikið fyrir sjálfan sig til að mixa og leigja út sem upptökustúdíó, drekkur með félögum sínum og svona. Og maður fær stundum svona tilfinningu eins og maður sé í óhagstæðum viðskiptum. Hvað finnst ykkur?

Bætt við 3. október 2007 - 21:52
Já aðgangur að klósetti líka, ekki ískápur né geymsla né eitthvað slíkt.