Hef til sölu um 1 árs gamlann Vox AC30CC-H magnarahaus með 2x12“ Vox V212BN boxi, kostar nýtt 109.700 kr í Tónabúðinni.

Magnarinn er 30w lampamagnari sem hefur 4x EL84 lampa í kraftmagnaranum og 3x 12ax7 lampa í formagnara og er með GZ34 afriðilslampa.

Magnarinn er með Tremolo og Reverb, og er í raun tvær rásir sem hægt er að blanda saman, annarsvegar er það normal rásin (clean) og svo Top Boost (meira crunch rás) en það er ekki hægt að skipta á milli þeirra með footswitch en það er hægt að kveikja og slökkva á Reverbinu og Tremoloinu með footswitch.

Boxið er með 2x12” Vox Custom keilur sem sounda bara mjög vel.


Ef það eru einhverjar spurningar þá bara skjótið, veit í raun lítið hvað skal segja meira um magnarann.

Þessi magnari hefur nægan kraft, ég hef sjálfur notað þennann magnara með hljómsveit bæði á tónleikum og á hljómsveita æfingum, einnig hefur hann verið notaður í upptökur.

Þessi magnari er í alveg frábæru ástandi og með honum er manuall.

Þeir sem hafa áhuga hafið bara samband við mig í gegnum huga.

Verð: Komið með tilboð, sjáum hvernig það gengur annars set ég inn verð.



Bætt við 2. október 2007 - 17:13
Boxið er 60 w og 16 ohm.
Selst saman en ekki í sitthvoru lagi.
Myndir koma seinna í kvöld.