góða/n dag/kvöldið
við auglýsum eftir trommuleikar sem hefur áhuga á að ganga til liðs við blúsverkefni sem hefur verið í vinnslu seinustu 3 árinn. við leitum af manni sem hefur góða reynslu á sínu sviði og metnað yfir því sem hann tekur sér fyrir hendur.nauðsinlegt er að einstaklingurinn hafi góða þekkingu á tónlist og hafi unnið sér til réttindar til að kallast “góður trommari”. æskilegt er að einstaklingurinn sé ekki yngri en 20 en eru þó ekki skilyrði.
eins og áður stóð, þá höfum við verið að vinna að blúsverkefni í þó nokkurn tíma og margar hugmyndir í gangi. en erfitt er að halda áfram án takts. erfitt er að lýsa þessari stefnu þar sem enginn á íslandi er að spila þessa tónlist svo þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa einhvað nýtt og frumlegt. við erum semsagt þrír einstaklingar á aldrinum tvítugt til tuttugu og tveggja sem skiptast í þessar stöður: tveir gítarleikarar og einn bassi. einnig höfum við verið í samstarfi við blástursleikara, söngvara og óperudívu. æfingar munu að öllu leiti haldast í reykjavík en óvíst hvar nákvæmlega það verður. við erum allir vel menntaðir á okkar sviðum ásamt að einn okkar er með diploma í sound engenierring úr London Music School. stefnan er að gefa út plötu í byrjun næsta vors.
ef óskað er eftir einhverjum öðrum spurningum er hægt að skilja eftir álit hér fyrir neðan og mun hún vera svöruð eins fljót og auðið er.
með fyrirfram þökk,
hið íslenska blúscompany


Bætt við 1. október 2007 - 21:18
hehehe…. þetta lítur bara út eins og atvinnu auglýsing.. gaman af þessu