Svo skemmtilega vill til að við(hljómsveitin sem ég er í) erum að lenda í því veseni að kerfið sem við notuðum á æfingum hefur verið fjarlægt í nokkrar vikur. Svo við fengum lánaðan hátalara sem við ætlum að nota fyrir söngin í nokkra daga eða þeas þangað til við fáum okkur allvöru dæmi í þetta. Sá hátalari sem við notuðum fyrir var 300w Behringer box og var ekkert mál að tengja bara mixerinn við hátalarann með jacki og hækka voljúmið og byrja að spila.

En nú erum við komnir með eitthvað gamalt(ekkert svakalega samt) JBL box sem er örugglega svona 120-200w og vill svo til að þegar við tengjum mixerinn við með jacki og hækkum þá kemur bara lítill sem enginn söngur. Ég held að galdra lausnin sé sú að nota kraftmagnara í þetta helvíti og ég á eitt stykki þannig sem er líklegast með ónýtu öryggi svo það virkar ekki.

Svo það sem ég ætla að spurja er, er hægt að redda hávaðanum öðruvísi en að nota kraftmagnara eða er þetta dautt case?

—–>Önnur spurn, hvernig hátalara mynduði mæla með á æfingar? ekkert morðfjárdæmi samt :)
Hreggi