Er núna 3 notandinn til að selja þennan gítar hér á huga. En hann fór fyrst frá notendanum baral til touche og svo endaði hann hjá mér. Ég keypti hann til afnota á nokkrum upptökum og nú er því verki lokið og lítil not fyrir honum lengur. Ofan á það er ég svo að fara að versla annan gítar þannig þessi er óþarfi sem stendur. En snúum okkur að gítarnum.

Þetta er Fender Stratocaster MIM sem hefur verið fittaður með american deluxe s-1 rafkerfi sem gerir það kleift að færa pickupana í ýmsar parellel og series stöður sem gera þetta að einum fjölhæfasta stratocaster sem ég hef prófað.
En pickupunum í gítarnum hefur einnig verið skipt út fyrir noiseless Samarium Cobalt single coila í neck/middle stöðurnar en svo er Enforcer HB í brúnni á honum.
Á gítarnum er svo Licensed Floyd Rose kerfi sem er mjög vel uppsett. Á gítarnum eru svo engar sjáanlegar rispur eða skrámur og er hann alveg eins og nýr.
Með gítarnum fylgja svo allir pappírar og Fender GigBag.

Gítarinn fer fyrir litlar 40þ. kr. og engu lægra en það.

Eins og er þá hef ég kaupanda á hann en þar sem hann er að láta bíða eitthvað eftir sér ákvað ég að skella honum hér inn til að sjá hvort einhver vildi grípa tækifærið.


Myndir af gítarnum má svo sjá hér frá notendanum Touche:

http://img362.imageshack.us/img362/3730/dsc01446ow5.jpg
http://img454.imageshack.us/img454/4671/dsc01447sy6.jpg