Búkur
Phoenix Three

Háls
Maple

Fingraborð
Rosewood

Pikkupar
No-name. Extra vafðir.

Poki, snúra og sexkantar fylgja með

Þrymur
Þrymur heitir sá jötunn sem Þrymskviða er nefnd eftir, en í henni stelur Þrymur hamri Þórs.
Þrymskviða segir frá því þegar hamrinum Mjölni er rænt frá Þór.

Þursinn Þrymur hefur falið hamarinn og neitar að láta hann af hendi nema hann fái Freyju fyrir konu. Freyja neitar að þýðast Þrym og því verða æsir að beita brögðum. Þór er klæddur kvenmannsfötum og tilheyrandi brúðarskarti og heldur sjálfur til jötunheima sem Freyja. Loki fer með klæddur sem ambátt.

Þegar þeir koma til jötunheima er slegið upp veislu. Þór ferst kvenhlutverkið heldur brösuglega og Þrymur kvartar yfir borðsiðum Freyju og fjandsamlegu augnaráði. Loki friðar hann með mælsku sinni. Þegar svo að athöfninni sjálfri kemur lætur Þrymur sækja Mjölni, en með honum skal parið vígt saman. Þegar hamarinn hefur verið borinn inn grípur Þór hann og drepur Þrym og allt hans lið. Þannig nær Þór Mjölni aftur.

Nánari upplýsingar á http://www.spilverk.com