Já góðan daginn,

Vegna anna og með trega hef ég til sölu eftirfarandi:

Behringer DDX3216
32ja rása digital mixer (með 16 innb. analog input, stækkanlegur með t.d. ADAT korti)
24-bita hljóðupplausn
Mótor í öllum sleðum og 16 snúningstakkar (rotary encoders) - hægt að taka upp allt sem maður gerir, mjög snjallt
Hægt að mixa í 5.1 surround
MIDI inn/út - hægt að stýra mixernum með MIDI og/eða nota hann sem MIDI controller
16-bus, 4 aux pör - virkilega sveigjanlegir routing möguleikar
Fjögur innbyggð effekta-unit (þar af tvö með klassa-reverb, stereo chorus o.fl.), compressor+graphic EQ á hverri rás (!)
Sjá nánar á http://www.behringer.com/DDX3216/index.cfm?lang=eng

Þetta er virkilega skemmtileg og þægileg græja sem hljómar merkilega vel. Eina sem ég get sett út á er hvað ég hef lítinn tíma til að nota hann… Hann er enn í ábyrgð (ca. 10 mánuðir eftir), með manual og öllum aukahlutum. Hefur alltaf verið geymdur í hreinu umhverfi og sér ekkert á honum. Kostar nýr 79.900, fer á 60þús.


Rode NT2
Mjög vandaður condenser-hljóðnemi
Sérstaklega góður fyrir söng
Virkilega skemmtilegt sánd, kristaltært með smá karakter
Með stillanlegt “pattern”, Cardioid og Omni, og -10dB dempun.
…svo er hann náttúrulega geðveikt töff, með mjög massíft body Bros

Sama með þennan og mixerinn, synd og skömm að geta ekki notað hann. Mjög fallegt sánd, gerir undur fyrir góðar söngraddir. Mæli með því að þið gúglið hann. Það er kominn ný týpa (NT2-A) sem er lítilsháttar viðbót við þennan (aðallega fleiri stillingar, en sama sándið). Þessi kostaði mig 50kall nýr en ég sel hann eins og nýjan á 30.000 með standi, shock-mount, pop-shield og leðurtösku.

Áhugasamir geta sent mér póst á edvald@edvald.com, með spurningar, ábendingar eða tilboð.