Þannig er mál með vexti að ég er að fara að splæsa í fyrsta almennilega gítarmagnarann minn, en veit mjög takmarkað um magnara. Ég þarf eitthvað sem er nógu hávært til að spila með frekar háværu bandi, helst tveggja rása og langar í svolítið skítugt distortion/fuzz hljóð. Mér var bent á að Marshall væri merkið fyrir mig, en ég bara fíla ekki sándið í þeim og veit ekki hvaða týpur ég ætti að fara í að prufa næst.

Allar uppástungur vel þegnar, en helst eitthvað sem ég get nálgast hérlendis.

Fyrirfram þakki