Ég er 18 ára trommuleikari á Akureyri sem vantar að komast í hljómsveit. Ég er búinn að spila á trommur í 4 ár um það bil og hef verið í tónlistarskólanum þangað til um síðustu áramót.
Ég er að leita að einhverjum sem hefur það í huga að æfa mjög mikið í sumar og reyna að semja einhverja góða tónlist. Ég legg mikla áherslu á það að reyna að semja tónlist en er samt alveg til í að covera aðrar hljómsveitir. Ég er vonandi að fara að fá bíl bráðum þannig að þá get ég farið út um allt. Er ekki búinn að vera í hljómsveit lengi en hef spilað með fólki bæði í tónlistarskólanum og utan hans.

Helstu áhrifavaldar mínir eru Dream Theater, Metallica og fullt af öðrum hljómsveitum. Ég er mest í að spila rokk og metal en er alveg til í að spila flest allt annað. “Uppáhalds” trommuleikararnir mínir eru Steve Gadd, Mike Portnoy, Ian Paice, Lars Ulrich og margir fleiri.

Ég er einnig að vonast til að geta fundið æfingarhúsnæði þar sem hægt er að æfa hvenær sem er. Ég get farið með trommusettið hvert sem er á Akureyri.

Msn: hitman31337@homtail.com

Endilega hafa samband ef þið hafið áhuga.

kv. Þorsteinn.