Er hér með Line 6 - Spider II - 75w magnara til sölu. Hann er eiginlega slétt 2 ára gamall. Það er búið að spila svona temmilega mikið á hann en ekkert verið að nauðga honum. Hann er mjög vel farinn og bara almennt séð í mjög góðu ástandi. Ég keypti hann hér áður fyrr á 45 þúsund, nú er hann á 39.900 þúsund í Tónastöðinni eftir að Spider III kom. Sem mér sýnist reyndar vera nákvæmlega sama dæmið nema með fleiri forstillingum. Þessi gítarmagnari er í raun frábær miðað við peninginn sem hann kostar, því lofa ég.

Ég er að selja hann því maður fer víst að gigga fljótlega og vil ég fara að fá mér stærri magnara. Þessir magnari er helvíti góður og hefur virkað mjög vel fyrir mig. Ég hef verið með hann á æfingum lengi og hann hefur virkað mjög vel, nær vel að halda við trommur og allt svoleiðis. Hægt að fá mörg hljóð(effects) úr þessu og eru þau öll mjög flott. Frábært clean, blues, crunch, metal, insane o.fl. Innbyggður tuner í honum sem er mjög þægilegt.

Fylgihlutir:
1x Gítarsnúra
Footswitch, til að skipta um rásir

Áhugasamir endilega svara hér eða tala við mig á MSN. Alls konar fyrirspurnir velkomnar. Tilbúinn að semja um sanngjarnt verð.
steinikr@hotmail.com

Myndir:
Factory mynd - http://line6.com/data/l/c0a8090b702442362f2862b07/image/jpeg/file.jpeg
Minn: http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=viewImage&friendID=120021971&albumID=0&imageID=7145483
http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=viewImage&friendID=120021971&albumID=0&imageID=7145485

Lýsing á ensku:
75-watts mono
Custom Celestion® 12-inch Speaker
12 amp models that deliver a complete range from Clean to Insane
7 Smart Control effects (up to 3 simultaneous) including Tape Echo, standard Delay, Sweep Echo (all w/Tap Tempo), Chorus/Flanger, Phaser, Tremolo and Reverb
4 User-programmable channels
Built-in front panel Tune