Veit einhver hérna nokkuð um það hvar ég get látið setja gainbooster system í gítarinn minn ?

Bætt við 9. júní 2007 - 01:06
Já, ég hef aflað mér nokkurra upplýsinga um gainboostera og þarf þar af leiðandi ekki hjálp við það lengur.
Ef einhver vill vita ástæðuna fyrir því að ég setti upp þennan kork er að ég ætla að hafa gainboosterstystem í custom shop Jacksoninum sem ég mun panta mér í ár.

Hér ætla ég að taka sem dæmi EMG-AB [Afterburner], fyrir þá sem ekki vita hvað gainboosterar eru.
EMG-Afterburner er pull/push hnappur sem settur er á gítarinn og getur einfaldlega bætt 20db af gaini við.
Alexi Laiho [Children of Bodom] notar gainboostera í alla gítarana sína [JE-1000 gainbooster].
Gainboosterar gefa mjög flott hljóð í pinch harmonics [hef ekkert nafn yfir það á ísl.] og slide líka, einnig gera þeir hljóðið aðeins endingarmeira.