Tónabúðin er núna komin með umboð fyrir Fender vörur samkvæmt heimasíðu þeirra. Eflaust einhverjir sem vita þetta nú þegar en mig langaði að benda þeim sem ekki vissu það á þetta. Mér finnst þetta mjög fínt þar sem að núna myndast smá samkeppni milli tónabúðarinnar og hljóðfærahúsins þar sem að þeir eru líka með fender. Hugsanlega gætu fenderar farið að lækka eitthvað í verði hér sem er bara gott. Ekki kominn verðilist á síðu tónabúðarinnar en þá en ég hlakka allavega til að sjá hann…

Bætt við 12. maí 2007 - 00:38
spurning líka hvort að tónabúðin fái einnig jackson gítara í framtíðinni þar sem jackson er náttúrlega í eigu fender…