Sælir hugarar,

Ég er núna að fara að mála settið mitt, vegna þess að ég er ekki að fíla litinn sem er á því núna. Liturinn er svona ljósblár með svona ogguponsupínu grænu ívafi ef maður skoðar hann í miklu ljósi.

En já, ég ætla semsagt að mála það svart, og ætlaði að spurja hvort það væri ekki nóg að slípa bara niður, mála með svörtu spreyji jafnt og þétt yfir skelina og fara svo yfir með glæru þegar svarti liturinn er þornaður?

Ég fékk þetta sett á mjöög lágu verði, og liturinn á því er bara plast vafið um skelina þannig að ég er ekki hræddur um að verða fyrir einhverju stórtjóni ef þetta mistekst. Í versta falli verður settið ljótt, og þá er alltaf hægt að slípa niður og reyna aftur eða kaupa svona plast sem maður vefur utan um skelina eins og er á settinu núna.

Bætt við 2. apríl 2007 - 03:35
Já og ein spurning í viðbót, er hægt að kaupa svart hardware út í einhverri hljóðfæraverslun?