Jæja, þá er ég loksins búinn að ákveða að skilja við þennan gítar (þ.e. selja hann) sökum þess hversu lítið ég nota hann.

Vill að hann komist í hendurnar á einhverjum sem kann að meta hann betur en ég.

En eins og titillinn segir þá er þetta Ibanez JEM777VBK gítar frá árinu 1989.

Helstu speccar eru:

Litur: Svartur
Body: Basswood
Pickguard: Svart
Pickup litur: Grænn
Takkar: Grænir
5-way Tip: Grænn
Inlays: Green Vine
Fretboard: Rosewood
Fret 21-24 Scalloped: Yes
Fret Wire: Dunlop 6100
Neck Type: one-piece maple
Neck Joint: Original
Hardware: Cosmo Black
Pickups: DiMarzio PAF Pro (Humbucker/Single/Humbucker)
Tremolo: Floyd Rose EDGE

Þessir gítarar með þessari litasamsetningu voru í framleiðslu frá árunum ´88-´92 (eftir ´90 var Edge tremolo skipt út fyrir Lo-Pro Edge útfærslunni).

Hérna eru myndir af samskonar gítörum:
http://jemsite.com/jem/model/jem777vbk.htm

Á bara eina mynd af sjálfum gítarinum til á tölvutæku formi ( gítarinn er vinstra megin ;) ):
http://images.hugi.is/hljodfaeri/109904.jpg

Ástandið á honum er bara nokkuð gott miðað við 18 ára gamlan gítar, einhverjar rispur hér og þar og ein skella aftan á honum en annars í mjög góðu standi.
Virkilega gott að spila á hann og hálsinn er mjög straight og smooth. Hálsinn er mjög þunnur eins og margir hafa kynnst með Ibanez-inn.

DiMarzio pickuparnir eru mjög öflugir og búið er að repotta Brigde pickupinn (þá er hann wax-aður upp á nýtt til þess að hindra feedback) og var það gert af Kelly á sínum tíma.
Síðan þurfti ég að útvega nýja tremolo sveif þar sem hún fylgdi ekki með þegar ég eignaðist gítarinn. Allt annað er orginal á honum.

Gítarinn kemur bara með venjulegum Gigbag poka frá Warwick

Verðið sem ég vil fá fyrir þennan gæðagrip er 70 þús. kr. stgr. sem er mjög sanngjarnt miðað við hvað þessir gítarar eru að seljast á Ebay þessa dagana.

Ég er opinn fyrir skiptum af ýmsu tagi en þá er það einungis Fender eða Gibson gítarar (já ég er einhæfur :D) eða jafnvel lampamagnari sem koma til greina.

Áhugasamir geta sent mér skilaboð eða svarað þræðinum hér að neðan.

Má einnig senda mér tölvupóst á toroval@internet.is

Þakka bara fyrir mig í bili :)

Bætt við 2. apríl 2007 - 20:58
Gítarinn er seldur.

Óska nýjum eiganda til hamingju með þennan eðalgrip.