Góður vinur minn sagðir mér fyrir stuttu, að vinur hans, Ragnar Sólberg, hafi labbað inn í Gítarinn, sem þá var á laugaveginum, og spurði eigandann (sem er alltaf að vinna) hvort hann mætti prufa einhvern gítar sem að hann hafði áhuga á. Maðurinn svaraði honum að þetta væri engin leikfangabúð og það ætti engir krakkar að vera fíbblast með gítarana þarna… eða eitthvað niðurlægjandi í þessa átt..
Nú þeir sem vita hver Ragnar Sólberg er (söngvari Halím) að þá vita þeir að hann er ekki lélegur á gítar, með þeim betri á sínum aldri….
Ég datt þarna líka inn um daginn, sem er uppá höfða núna, og ætlaði að kaupa mér strengi, kallinn var í símanum að tala við vin sinn, það heyrðist greinilega. Hann tók alveg eftir mér, það var ekki fyrr enn 10 mín. seinna að hann drullaðist úr símanum og afgreiddi mig….. hvurslax þjónusta!
Ég ráðlegg ekki neinum að verzla í þessari helv.. búllu!