sælir hugarar.

Ég er að spá í að selja Marshall boxið mitt útaf því að ég er búinn að kaupa mér Orange box. Þetta er Marshall 1965A box með 4 Celestion G10L-35 keilum, Sem sagt 10" keilur, 35 wött hver, sem sagt boxið er 140 Wött alls. Það er mjög skemmtilegur hljómur í því. Ef ég er með réttar upplýsingar voru þau framleidd á árunum 1986-1992(ekki alveg viss samt)

Boxið er frekar lítið og mjög meðfærilegt sökum stærðar og einnig Mjög Létt. Það lítur ágætlega út. Coverið er pínu rifið á einum stað, bara 1-2cm og sést það ekki nema maður sé að leita.

Ég vil fá 15.000 - 17.000 fyrir þetta box. Ég tými eiginlega ekki að selja fyrir minna því það er náttúrulega allt annar hljómur í því heldur en Orange boxinu mínu, en endilega skjótið á mig tilboðum, en þó ekki langt niður fyrir 15.000


Takk fyrir: Anton

Bætt við 13. mars 2007 - 17:17
http://images.hugi.is/hljodfaeri/102394.jpg

Þetta er boxið, að vísu ekki góð mynd en get örugglega reddað betri myndum. Eins og þið sjáið (eða sjáið ekki) er rifan á coverinu mjög lítil, en hún er hægra megin á boxinu.


Þið getið haft samband hér, PM, eða msn eða E-mail á anton_yamaha(at)hotmail.com